Fáðu tilboð í tryggingar

Við ætlum að einfalda fjármál og tryggingar fyrir þig. Fyrsta skrefið er að sækja tilboð í tryggingar til allra tryggingafélaganna.

Við erum að taka fyrstu skrefin og með því að óska eftir tilboði tekur þú þátt í að þróa þjónustuna okkar.

​Núna standa  yfir prófanir á ferlinu. Smelltu á hnappinn til að taka þátt í að prófa þjónustuna - ókeypis.

 
Hvað er
Ekki banka?

Ekki banka vill einfalda þér lífið og sparar þér peninga og tíma. Við erum glugginn þinn inn í fjármálaþjónustu, hvort sem það eru tryggingar, lán eða sparnaður. Við tökum eitt skref í einu og byrjum á að sækja tilboð í tryggingar fyrir þig.

Sendu okkur línu og segðu okkur hvernig við getum létt þér lífið í þínum fjármálum.

Frábært, takk fyrir sendinguna!

 
Teymið

Að Ekki banka stendur fólk með langa reynslu af banka- og tryggingaþjónustu, sem hefur brennandi áhuga á að einfalda fjármál heimilisins og gera fjármálaþjónustu aðgengilegri.

 
BÆS.jpg

Brynjólfur Ægir

Fyrirliði teymisins.

 

Vill helst af öllu gera fjármálaþjónustu aðgengilegri og einfaldari fyrir fólk.

 

Fyrrverandi forstöðumaður viðskiptaþróunar og útibusstjóri hjá Landsbankanum.

 

Viðskiptafræðingur, MBA, vottaður fjármálaráðgjafi og löggildur verðbréfamiðlari.

HAH.jpeg

Hildur Arna

Heldur utan um tryggingar og ráðgjöf ásamt markaðsmálum og vöruþróun.

 

Fjármálaráðgjöf, tryggingar og markaðsmál eru helstu áhugamál Hildar.

 

Fyrrum vörustjóri hjá Landsbankanum og VÍS.

Viðskiptafræðingur með meistaragráðu i alþjóðamarkaðsfræði. 

ÁHJ.jpeg

​Ásgeir Helgi

Sér um regluvörslu, lögfræðileg málefni og vinnur að vöruþróun.

 

Hefur brennandi áhuga á skammstöfunum á borð við PSD2 og GDPR. 

 

Lögmaður og fyrrverandi forstöðumaður lögfræðiþjónustu á einstaklingssviði Landsbankans.

AHH.jpg

Ágúst Hlynur

Tryggir netöryggi og forritar.

 

Vakinn og sofinn yfir öryggi gagna á netinu.

 

Með tíu ára reynslu sem forritari og öryggisarkitekt í fjármálageiranum og starfar einnig við ráðgjöf í netöryggismálum.

 

Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.