Afsakið hlé!

Ekki banka hefur síðustu mánuði hjálpað fólki að leita tilboða í tryggingar. Við höfum lært mikið af þeirri reynslu og vinnum nú að uppfærslu á þjónustunni og gerum stutt hlé á meðan.

Skráðu þig hjá okkur. Við látum þig vita og við förum aftur af stað og getum hjálpað þér að fá betri kjör.

Frábært, takk fyrir sendinguna!

Smáa letrið

 Við viljum hafa hlutina einfalda og ekkert smátt letur, en til að uppfylla okkar eigin kröfur um gegnsæi viljum við koma nokkrum atriðum á framfæri:

 

Ekki banka stefnir að því að fá greitt frá þjónustuveitendum fyrir selda þjónustu. Öll grunnþjónusta okkar verður ókeypis fyrir notendur, en mögulega verður einhver viðbótarþjónusta í boði gegn greiðslu síðar. 

Ekki banka undirbýr umsókn um leyfi til miðlunar vátrygginga, en slíkt leyfi er forsenda þess að þiggja greiðslur fyrir miðlun trygginga. Við veitum því enga þjónustu sem er leyfisskyld - ennþá.

Ekki banka er óháð bönkum og tryggingafélögum. Okkar markmið er að selja vörur fyrir þessa aðila og aðra veitendur fjármálaþjónustu, stóra sem smáa.

 

Aðstandendur Ekki banka hafa starfað fyrir Landsbankann og VÍS. Auk þess á Arion banki 6% hlut í Ekki banka ehf vegna þátttöku félagsins í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum. Arion banki á ekki sæti í stjórn og hefur ekki virka aðkomu að félaginu, en á þakkir skyldar fyrir stuðning sinn við frumkvöðlastarfsemi á Íslandi.

 

Við erum lítið sprotafyrirtæki, sprottið af hugsjón um að hægt sé að gera fjármálaþjónustu aðgengilegri, auðskiljanlegri og ódýrari. Við tökum eitt skref í einu og viljum þróa þjónustuna áfram með notendur í forgrunni. Við viljum fá þig með okkur í lið til að gefa okkur ábendingar um hvernig við getum gert betur og umfram allt hvernig við getum létt þér lífið.

 

Það er þrennt sem við gefum engan afslátt af:

Öryggi gagna

Ábyrg ráðgjöf

Fylgni við lög og reglur