Stefna um persónuvernd

Ekki banka vinnur aðeins með þær persónugreinanlegu upplýsingar sem viðskiptavinir leyfa sérstaklega, til öflunar upplýsinga fyrir þeirra hönd, öflunar tilboða og til að aðstoða þá við að taka afstöðu til tilboða.

Umboð, tilboð, tjónasaga og slíkar upplýsingar eru geymdar og verða aðgengilegar notendum á þeirra notendasíðum, þegar þær verða tilbúnar. Notendur geta hvenær sem er óskað eftir að þessum upplýsingum verði eytt. Þessar upplýsingar verða ekki aðgengilegar þriðja aðila. Aðeins þær upplýsingar sem þarf til að gera tilboð verða sendar til þjónustuveitenda. Upplýsingum um iðgjöld eða önnur verð er ekki miðlað milli þjónustuveitenda.

Ekki banka ópersónugerir hluta upplýsinga viðskiptavina til að búa til samanburðargrunn fyrir viðskiptavini, sem þeir geta notað til að átta sig betur á eigin stöðu. Þetta eru gögn á borð við verðmæti innbús, tilboð í iðgjald, verðmæti bifreiða. Þegar notendur verða nægilega margir verður hægt að birta þessi samanburðargögn.

Gögn eru vistuð í öruggum geymslum hjá Amazon Web Services í Evrópu.

Notkun á vefkökum

Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics og sambærilegum tólum. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun. Upplýsingarnar eru notaðar til að þróa og aðlaga þjónustu og markaðssetningu Ekki banka notendum til hagsbóta.