Ertu ekki viss hvar á að byrja?

Heyrðu þá í okkur

Við bjóðum þér ókeypis fjármálaráðgjöf. Ef þú vilt greiða, þá þiggjum við með þökkum, en ef þú ert ekki aflögufær eða ert ekki í stuði, þá þarftu ekki að borga.

Við finnum ekki peninga og við týnum ekki skuldum. Við getum kannski stutt þig í næstu skrefum.

Einstaklingar

Flestir þurfa bara smá stuðning og leiðbeiningar til að taka næstu skref. 

Fyrirtæki

Við tökum þóknun fyrir aðstoð við fyrirtæki eftir umfangi og árangri. Það kostar þó ekkert að heyra í okkur hljóðið.

Brynjólfur Ægir

Var útibússtjóri hjá Landsbankanum í hruninu, síðar svæðisstjóri og forstöðumaður viðskiptaþróunar Landsbankans og forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania. Er núna Fjármálastjóri Keilis - Flugskóla Íslands og ráðgjafi hjá Ekki banka.

Stofnaði sprotafyrirtækið Ekki banka árið 2018 til að auðvelda fólki bankaviðskipti á netinu.

Viðskiptafræðingur með MBA próf, löggildur verðbréfamiðlari og var áður vottaður fjármálaráðgjafi.

  • Black Twitter Icon

Ásgeir Helgi

Ásgeir Helgi er fyrrum deildarstjóri lögfræðiþjónustu hjá Landsbankanum og xxx

Stofnaði sprotafyrirtækið Ekki banka árið 2018 til að auðvelda fólki bankaviðskipti á netinu.

 

Ásgeir Helgi er héraðsdómslögmaður hjá Atlas lögmenn.

  • Black Twitter Icon

Um okkur

Ekki banka var stofnað árið 2018 til að auðvelda fólki bankaviðskipti og tryggingasamanburð á netinu. Ekki banka tók þátt í Startup Reykjavík 2018 en fékk ekki nægilegt fjármagn til að taka flugið. Fyrirtækið lagðist í hýði en vegna þess að við brennum enn fyrir því að hjálpa fólki í fjármálafrumskóginum, þá erum við skriðnir á lappir og erum klárir í slaginn með þér.

READ MORE